föstudagur, janúar 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja ég ætla ekki að svíkja menn með lagi dagsins en það er lag af nýjust plötu Pearl Jam - Riot Act. Lagið heitir I Am Mine og er snilldar ballaða sem ég mæli með að menn hlusti nú á og njóti.
Ég var nú reyndar á þeirri Hróarskeldu sem þeir spiluðu á og mikið og vont slys varð - þetta var árið 2000 og missti ég af tónleikunum sjálfum.
Annars eru nýjustu fréttir að ég mun skella mér til Möltu í vinnuferð þann 4 feb og verð alveg út að 12 feb og jafnvel 14 feb. Þar mun ég aðstoða menn í skipulagningu á nýrri markaðsfærslu á nýju lyfi en Möltu búar eru að pakka í fyrsta sinn. Eftir þetta mun ég skella mér til DK og vera þar í ca. 4 daga og mun ég koma heim á milli 16-18 feb. Stefni ég á að heimsækja litla bróðir líka alla leið til Kolding á Jótlandi þ.a. þetta verður mikið ys og þys.

Annars gerðist nú stór hlutur um daginn, Árni skellti sér í Fótbolta í fyrsta sinn í rúmt ár og tókst ágætlega en var þó mjög aumur daginn eftir og er spurning hvað þetta er, mér dettur helst í hug að þetta séu harðsperrur þar sem ég hef ekki notað fótinn í svona mikilli áreynslu í heilt ár - amk vona ég það því annars get ég alveg eins amputerað helv.... löppina og farið í fatlafótbolta.

Adios.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar