fimmtudagur, janúar 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá hefur Siggi risið úr öskustónni og sent frá sér fjórða föstudagspistilinn. Gjörið svo vel:

Veitingahúsagagnrýni Sigurðar

Þar sem ég hef talsverð reynslu í skyndibitamat þá hef ég ákveðið að deila þeirra reynslu með lesendum, enda hef reynslu í þeim efnum sem spannar tæpa tvo áratugi. Mikilvægt er fyrir þá sem borða á skyndibitastöðum að leggja upp úr fjölbreyttu fæðuvali og ekki einskorða sig bara við það sem manni finnst gott, því þá er hætta á að maður fá leið á því. En hér kemur stutt yfirlit sem ætti að hjálpa mönnum að leita að stöðum til að snæða á og tryggja að öll næringarefni sé innbyrgð yfir vikuna. Þetta mun verða fyrri pistillinn af tveimur.

Subway: Subway bíður upp á mat sem má að mörgu leiti segja að sé soðin ýsa piparsveins 21. aldarinnar, öruggur og tiltölulega litlaus matur, engar hæðir í matnum en engir botnar heldur. Örugg máltíð eins ekki ósvipað og Volvo var á 9. ártugnum. Orkusnauð fæða og tilvalinn fyrir þá sem er að hugsa um línurnar. Ég gef matnum á staðnum einkunnina 6,0

McDonalds: Það er lenska hjá mönnum sem lítið vit hafa á skyndibita að gera lítið úr þessum stað, en rödd götunnar lýgur nú sjaldan, miljarðar og miljarðar hamborgara seldir um víða veröld. Stöðluð skotheld máltíð verðbil vítt og stemmingin sem getur risið yfir lélegri þjónustu á staðnum hér á landi en engri lík. Þessi máltíð er andstætt Subway mjög orkurík og í einum Big Mac eru hátt í 800 kaloríur og full big mac máltið er vel á annað þúsund kaloríur. Góður matur fyrir menn í erfiðisvinnu og ekki skemmir ljúft bragðið. Þessi staður er í miklu uppáhaldi hjá mér og gef ég honum einkunnina 9 á heimsvísu en 7,5 hér á landi. Staðurinn hér á landi heldur að hann sé aðeins fínni en hann raunverulega er en allt er samt á góðri leið. Ef það á að líkja þessu við einhvern heimilismat þá er þetta ódýri góði maturinn hjá mömmu, kannski svona kjöt í karrý eða eitthvað slíkt.

Múlakaffi/BSÍ: Falda perlan í skyndibitamenningunni lýður að helgi og gott að fá eitthvað orkuríkt og gott. Gamli heimilismaturinn snæddur í vinalegum hópi leigubílstjóra og vörubílstjóra og ekkert kjaftæði í gangi. Verð pínu hátt, ekki óalgengt að borga 1200 kr. Matinn en stemmingin er engri lík. Báðir staðir bjóða upp á ábót og á bilinu 3-6 rétti auk þess sem hægt er að panta hamborgara sem er alveg hreint ágætir og þá sérstaklega á BSÍ, dáldið drullubragð að þeim en það er bara til að auka enn frekar á frábæra stemminguna og ef maður er ekki saddur þegar diskurinn er búinn fer maður bara og fær ábót þar til maður er saddur. Staður sem fer ekki undir 8 í einkunn en þolir ekki mikið örar heimsóknir en á tveggja vikna fresti.

Pizza Hut: Skipa má þessu stað í tvo parta hádegishlaðborð og allt fyrir utan það. Þetta er þungur matur og vart hægt að mæla með honum fyrir vinnandi menn. Bragðið er hins vegar gott en verðinu má skipta í tvennt. Hádegishlaðborð er á fínu verði rúmlega þúsundkall og þú getur borðað eins og þú vilt, hins vegar er verð af matseðli úr í hött. Staðurinn spilar sig dáldið stóran og þykist vera eitthvað en hann er náttúrlega bara valkostur í hádeginu eins subway og mcdonalds. Staðurinn fær lága einkunn hjá mér fyrst og fremst vegna verðs og hroka en maturinn er engu að síður góður. Einkunn 5,5

Ég læt þá þessum fyrri hluta gagnrýni minnar lokið og geri ráð fyrir að menn séu ekki á eitt sáttir um gagnrýnina en ég vil benda á að það er fagmaður sem talar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar