mánudagur, janúar 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja nú er enn ein helgin búin og maður er kominn í vinnu. Smá recap af helginni:

Föstudagur - Idol partý hjá mér, ég og Hjölli mættum og drukkum bjór og skemmtum okkur yfir Idolinu. Síðan ákváðum við að skella okkur í bæinn og er restin þekkt saga.
Laugardagur - fínn dagur, mínir menn tóku þetta í boltanum og svo var ákveðið að fara í leikhús, nánar tiltekið Hafnarfjarðarleikhúsið þar sem við sáum Meistarinn og Margaríta. Þetta var 3 tíma tormelt rússneskt leikrit, ég skemmti mér nokkuð vel þrátt fyrir að skilja þetta ekki til fullnustu (50% var sennilega nærri lagi). Þetta var svakalega erfitt leikrit, en leikur og sérstaklega leikmynd var snilld. Þau notuðust við flotta vídéótækni sem ég var mjög hrifinn af en erfitt að lýsa hér. Einnig var þetta síðasta leikritið í þessu leikhúsi þar sem það á að rífa niður húsið eftir þessa leiksýningu.

Þessi sýning var í boði Súfistans og var skemmtilegt eftir leikhúsið að fólk hittist á Súfistanum og fékk sér rauðvín og osta og ræddi leikritið. Já það má segja að maður hafi tekið aristocratann þetta kvöld, sem var svo sem í góðu jafnvægi við föstudagskvöldið.

Einnig tók ég eftir því að það er greinilega mjög langt í Hafnarfjörðinn, síðast þegar Hjölli kom í heimsókn þá var bíllinn hans fyrir utan í 3-4 daga, nú var bíllinn fyrir utan 2 daga.

Í lokin vildi ég segja frá því að ég er að öllum líkindum á leið erlendis í lok Janúar, details will follow þegar meira liggur fyrir.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar