föstudagur, janúar 16, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, nú er komið að öðrum hluta pistlabálks Sigga um veitingahús bæjarins. Skoðum þetta hjá honum:

Veitingahúsagagnrýni

2. Hluti
Jæja núna er komið að öðrum hluta veitingahúsagagnrýninnar. Þrátt fyrir arfaslök viðbrögð lesandi og beinlínis særandi ummæli frá Hjörleifi þá hef ég engu að síður ákveðið að koma með framhaldspistil eftir samtal sem ég átti við Jóhann Guðbjargarson fyrir nokkru. Að þessu sinni ætla ég að taka fyrir tvo skyndibitastaði sem koma upp í huga minn yfirleitt á sama tíma.

Apótekið

Það misheppnaðasta í heimi hér er þegar fólk reynir að hefja hluti og fólk upp til skýjana og reyna að gera það að einhverju meira en það er. Veitingastaðurinn Apótekið er gott dæmi um slíkt fyrirbæri og sprettur upp samhliða .com æðinu, tískulöggum milljónamæringum skýjaborganna og annars óskapnaðar sem fylgdi sorglegu tímabili í kringum .com árinn. Fábjánar riðu húsum á svipaðan hátt og hrottar og misyndismenn blómstra á stríðstímum má segja að tími spjátrunga og kjaftaska hafi risið hvað hæst á árunum fjórum í kringum aldamótin. Góðu heilli kom reyndar í ljós að innistæða var lítil fyrir þeim loforðum og væntingum sem framámenn þess tímabils lofuðu og flestir þeirra eru nú aðeins skugginn af sjálfum sér. Það þótti og þykir jafnvel enn cool hjá þessum hóp og vinum þeirra að snæða á staðnum apótekið en eftir þennan langan inngang er nú komin tími til að fjalla aðeins um staðinn frá almennu sjónarhorni.
  1. Staðurinn er staðsettur í hjarta miðbæarins og mikið lagt upp úr hallærislegu "Design" á öllum sköpuðum hlut og í sjálfum sér er það í lagi ef allt hitt fylgi svo ekki eftir.
  2. Þjónustan, hvaða þjónusta, maður hefur á tilfinningunni ef maður vogi sér að biðja um kókglas hjá þjóninum þá sé maður fyrir honum, og ef maður er heppinn má eiga von á kókglasinu á 20 mínútum. Þjónarnari eru mjög yfirborðskenndir á allan hátt og hegða sér á mjög hrokafullan hátt og reyna að þykjast fagmenn á sínu sviði.
  3. Maturinn, maður lifandi, eins og meðaleldhús í mötuneyti nema hvað skammtastærðin er sú sama og á kynningum í Hagkaup.
  4. Rúsínan í pylsuendanum er svo verðið eftir allt volkið á þessum stað í marga klukkutíma, aðframkomin af hungri er ekki óeðlilegt verð í kringum 8.000 fyrir máltíð.
Einkunn, þó þessi staður eigi vart tilkall til þess að vera tekinn inn á meðal perla eins og McDonalds, KFC, Bæarins Bestu o.s.frv. þá er yfirborðsmennska staðarins svo gegnsæ að það verður að flokka hann sem ruslfæði frekar en milli fínana veitingastað á okurverði. Hann á kannski ekki skilið einkunnina núll en miðað við hvar hann vill staðsetja sig á veitingastaðaskalanum þá gef ég honum einkunnina 2, það er þó a.m.k. gaman að skrifa um hann. Ég gerir móður minni það ekki að líkja matnum á þessum stað við eitthvað frá henni.

Bæarins Bestu

Eftir ömurlegt kvöld eða hádegi á Apótekinu er aðeins eitt sem getur bjargað deginum þegar maður er að fram komin af hungri. Pulsa(í þessum pistli notum við orðið pulsa en ekki pylsa) á bæjarins bestu. Litla vinalega húsið á horni Tryggvagötu og Pósthússtræti er sko sannarlega vinur svanga mannsins. Órjúfanlegur hluti af íslenskri menningu og sögu og bragðið, vá maður, engu líkt, uppskriftar leyndarmálin mörg og enginn getur líkt eftir orginalnum. Þjónustan, stórkostleg, hvernig er hægt að ná þessari lipurð í framreiðslunni, fimar hendur leikar um skeiðina sem slettir tómati sinnepi og steiktum á ljúfa pulsuna sem sekkur í dúnmjúkt brauðið sem hitað er í plastpoka við hliðina á pulsunum. Þegar tekið er saman verð, bragðgæði, þjónusta og menningarlegur atburðurinn er eiginlega bara ein einkunn sem kemur til greina 10,0. Ef það á að líkja þessu við eitthvað þá er það sunnudagssteikin a la mamma.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar