Jæja nú er kominn tími á að setja út á íslenska landsliðið sem var okkur algerlega til skammar. Ég veit eiginlega ekki hvar á að byrja en amk er hægt að segja að nánast enginn leikmaður getur komið út úr þessari keppni sáttur við sitt framtak.
Menn eins og Ólafur Stephensen, Guðjón Valur, Fúsi og Patti eru menn sem eiga að draga vagninn en gerðu lítið af því og má segja að ÓS hafi átt afskaplega dapra keppni, sérstaklega í leikjum á móti Ungverjum og Tékkum. Hann gerði lítið annað en að þruma í varnarvegg Ungverja og gerði ekkert á móti Tékkum. Guðjón Valur átti hörmulega nýtingu og átti þvíumlík mörg skot í markmann einn á móti einum, eitthvað sem heimsklassa leikmaður á ekki að gera.
Nýting léleg, sókn léleg, vörn léleg liðið lélegt.
En ég ætla nú samt ekki að hætta hér þar sem þjálfarinn má nú taka sinn skammt - mér fannst hann engan veginn stýra þessu almennilega, léleg ákvarðanataka, bæði fyrir keppni (taka inn menn eins og Dag sem var meiddur, Einar sem er búinn að vera lélegur í allan vetur osfrv). Síðan í keppninni þegar við áttum erfiðustu kaflana þá var ekki einu sinni tekið leikhlé og aðeins róað strákana niður þar sem þeir voru út um allan völl að bulla og vesenast og henda boltanum frá sér osfrv.
Ég nenni ekki einu sinni að eyða meiri orku í þetta - gæti skrifað 10 bls ritgerð um það sem mér fannst. Eina sem ég get sagt er að þeir fá 2 drullukökur af 10 fyrir þessa keppni og veit ég ekki einu sinni þeir fá svona margar.
|