föstudagur, janúar 30, 2004
|
Skrifa ummæli

Kláraði salsa námskeið í gær sem hefur verið á hverju kvöldi frá því á mánudaginn (kennt í 1,5 klst í senn). Þetta var bara nokkuð skemmtilegt námskeið og frískir og hressir kennarar skemma nú ekki fyrir. Boðið var upp á rauð- og hvítvín eftir tímann í gær og Séð og Heyrt var á staðnum til að taka myndir ... mjög gaman :-).
Fólk fór nú ansi fljótt og Sonja var nú súr með það en við náðum að drekka tvö glös á kjaft og spjalla við kennarana og Heiðar Ástvaldsson. Einnig keyptum við salsa disk sem fékk Grammy tilnefningu (Tremenda Rumba - Maraca) og stalker genið fór á kreik hjá mér og ég lét kennarana skrifa utaná hann, svona til minningar. Nú er stefnan tekin á framhaldsnámskeið eftir 2-3 vikur og dansferð til Kúbu innan nokkurra mánaða :-).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar