þriðjudagur, janúar 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Ljóta vesenið á fólkinu í "sumarbústaðnum" í garðinum heima. Allt á kafi í rugli og vitleysu og allskonar prumpulíður gangandi inn og út langt fram eftir nóttu. Og nú um daginn var tölvu stolið úr bílskúrnum.
Fólkið í húsinu hefur áhyggur af þessu, ég verð bara að segja það, enda hefur þurft að kalla til sjúkrabíla oftar en einu sinni þar sem að það var búið að borða of mikið af einhverju sem ekki á að borða mikið af, eða bara sofnað út í garði í frostinu og það ekki í neinum svefnpoka eða neinu slíku, sem getur nú varla talist eðlilegt (reyndar vilja sumir meina það að sofa í svefnpoka úti sé eitthvað skrítið líka, en ég ætla ekkert að fara út í þá sálma hér). Nú vona ég bara að allt sé á sínum stað þegar ég kem heim. Þetta er eins og smá útibú frá Skippernum hafi verið stofnað í þessum bústað.

Jæja, best að koma sér heim og tékka á hvort ekki sé allt í lagi heima hjá mér
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar