mánudagur, janúar 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Loksins. Nú er ég búinn með köfunarnámskeiðið
Kláruðum þetta í Straumsvík á bryggjuendanum. Hoppuðum þar út í sjó af bryggjunni, en það var fjara og fallið því í meira lagi eitthvað um 5m. Köfunin var stórfín þrátt fyrir frekar slæmt skyggni en þarna er mikið líf og því mikið að sjá. Mér var svo afhent á botninum PADI köfunarmerki til að festa á föt til merkis um að námskeiðinu væri lokið. Þegar við vorum komnir upp þá tók við löng ganga upp stigann á bryggjunni, með allar græjurnar. Þessi ganga tók nokkuð á, en hafðist þó fyrir rest. Eftir að ég var búinn að losa mig við allar græjurnar og var þá bara í þurrbúningnum (að vísu lak inn um ermarnar hjá mér því úlnliðirnir mínir eru nú ekki neitt sérstaklega sverir og var ég því renn blaugur að ofanverðu) stökk ég fram af stormveggnum, en það er ca 5 m hár veggur upp á bryggjunni. Þetta stökk var því í heildina um 10 m og verð ég nú að segja að mér fannst þetta vera helvíti hátt, en gaman þó.
Nú er bara að skrapa saman það sem maður hefur og kaupa sér búning og halda þessu áfram, enda fullt af grænum sjó sem bíður eftir mér.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar