Menn hafa haft skiptar skoðanir á þessari ljósmyndakeppni og hér kemur mín skoðun:
Byrjaði vel - spennandi að sjá allar myndirnar og hugmyndir listamannanna. En þegar fyrsta umferð var búinn og maður var búinn að sjá allar myndirnar þá fór nú eitthvað að dofna yfir þessu en maður hélt þó áfram að fylgjast með osfrv.
En þegar sú umferð var búinn þá fannst mér endanlega verið búið að kreista úr þessu það sem hægt var og missti ég áhugann, t.d. þegar 5 myndir voru eftir þá hefðum við bara átt að kjósa um þær 5 og láta duga, það hefði stytt þessa keppni um amk 1 viku og sennilega hefði niðustaðan verið nákvæmlega sama, þ.e. fjallkirkjan og Einsemd hefðu barist um þetta.
Niðurstaða mín er sú að svona keppni á alveg heima hér, en það má minnka myndirnar þannig að þær drekki ekki blogginu og það má breya aðeins útfærslunni, en þetta er jú alltaf í þróun.
En það er líka rétt sem sumir segja að með þessari ljósmyndakeppni þá hafa slembarar verið minna duglegir við að blogga, hvort það tengist ljósmyndakeppninni eða önnum veit ég ekki.
|