þriðjudagur, janúar 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Mættum í Tennis í gær, fengum hvítan hrafn til að spila með okkur, öðru nafni PP. Undur og stórmerki gerðust og PP fann uppgjöf sem hann gat masterað nokkurn veginn og vann meira að segja 2 sett á sínum uppgjöfum. Já ekki er öll von úti enn.
Annars virðist ég ætla að vera meiddur áfram, nú er ég kominn með tennisolnboga, spilaði í gær meiddur með vafinn handlegginn og finn ég fyrir því í dag. Nú verður bruðið íbúfen og sjá hvort bólgan fari ekki á viku annars verð ég í fríi næstu viku.
Eftir bolta ákváðum ég og Hjölli að skella okkur á Players í einn bjór og stutt spjall - að vanda var ég ekki farinn að sofa fyrr en vel yfir miðnætti, nær hálf tvö þar sem ég var að dunda mér á netinu.
Unplöggaði tölvuna svo í morgun og greip hana með mér þar sem ég þarf að láta laga hana smá hér uppfrá, t.d. að bæta hörðum diski í hana.
Annars er ég á leiðinni út þann 4 feb og mun dveljast erlendis til 16 feb að minnsta kosti, þetta verður mikil vinna þar sem ég kem til með að þurfa að vinna bæði heima og erlendis erlendis frá. En síðustu 4 daga mun ég taka því rólega og vera í DK að gera sem minnst.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar