Nú fylltist mælirinn. Það gengur ekki lengur að það sé hægt að láta vaða yfir sig á skítugum skónum. Eftir viðskipti Jóa við tölvulistann og viðskipti okkar við ferðaskrifstofur sem hækka, en ekki lækka verð á farmiðum eftir því hvernig gengið er þá er bara kominn tími til að ganga í Neytendasamtökin og vera svolítið virkur kvartar og styrkja þessa baráttu neytendanna við fyrirtæki sem eru alltaf að reyna að hafa af manni peninga og láta mann borga fyrir eitthvað sem maður bað ekki um. OG HANANÚ.
|