Nú nálgast Superbowl og þá festist maður fyrir framan sjónvarpið og horfið á úrslitakeppnina - þegar maður dettur inn í þetta þá eru þetta ansi magnaðir leikir.
T.d. í kvöld var Eagles búnir að tapa leiknum svo að segja, en á ótrúlegan hátt náðu þeir að jafna þegar 5 sekúndur voru eftir af leik og settu leikinn í framlengingu. Þar fóru þeir svo með sigur af hólmi eftir royal klúður hjá leikstjórnanda greenbay. En eins og ég sagði þá horfir maður á NFL einn mánuð á ári og er það janúar-febrúar en Superbowl er 1 feb.
Annars var þetta fín fótboltahelgi - Tottenham sigraði þriðja leikinn í röð og munu taka Liverpool í næstu viku, Arsenal thrashaði Middlesbrough og Newcastle náði stigum af Utd. Já spennan helst áfram.
Versta við þetta blessaða NFL er að þetta er stundum fram eftir kvöldi og maður fer seint að sofa, síðan er það vinna í fyrramálið klukkan 8 og Tennis annað kvöld, en þar verður nýr spaði vígður.
Jæja nú er tími til að fara að sofa..
|