Nú verð ég að monta mig aðeins:
Fékk póst áðan frá eiganda SmugMug þar sem hann tjáði mér að myndasíðan mín og Sonju væri mjög flott og var að biðja um leyfi til að linka í hana frá forsíðu SmugMug. Ég sagði að sjálfsögðu já við því og núna erum við með eitt af 6 galleríum sem linkað er í á forsíðunni og einn af þessum 6 er forsetaframbjóðandinn Howard Dean, en hann hefur verið mikið í umræðunni í fréttum vegna þess hversu vel hann nýtir sér netið. Þarf víst ekki að hafa neinar áhyggjur af gagnamagni því ég er kominn með ótakmarkað pláss. Magnað helvíti!
SmugMug
|