laugardagur, janúar 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Núna er ég að hlusta á nýjasta verk Tricky´s - Vulnerable. Þetta er enn eitt meistaraverkið frá honum, hvernig hann blandar saman Triphop og rokki er alger snilld. Þetta er ein besta platan hans að mínu mati, hún er verulega hrá, á eftir Blowback þá held ég að þessi sé best og New Millenium Tension kemur close third.

Annars er lag dagsins í Boði Bang Gangs - en það er lagið Contradictions (lag 11 á nýja disknum). En sá diskur er með því besta sem hefur komið frá Íslandi í langan tíma og stendur erlendum plötum ekkert eftir.

Hér koma nokkrar hugleiðingar um Íslensku Tónlistarverðlaunin:
Poppstjarna Íslands - Birgitta - hvað er hægt að segja.
Söngkona Íslands - Eivör - já margir setja spurningamerki um þessi verðlaun þar sem hún er í raun færeysk, en hví eigum við að vera setja út á þetta um leið og við erum mjög sátt með að fá menn eins og Duranona, Salizky ofl. í íslenska handboltalandsliðið. Hún er sennilega besta söngkona landsins og er ekkert á leiðinni í burtu þ.a. eigum við ekki bara að vera stolt. Mæli með að fólk nái sér í Clickhaze EP en það er færeysk hljómsveit sem hún var í og er þessi plata algert meistaraverk og þarna var greinilegt að góð söngkona var á ferð. Þessa hljómsveit uppgötvaði ég nefnilega í gegnum bróðir minn. Margir vildu sjá Biggu þarna, en hún fékk poppstjarna ársins og er ekki eðlilegt að bera hana saman við söngkonur eins og Eivör og Margréti Eir.
Söngvari Íslands - Stefán Hilmars - mér fannst þetta svolítið skrýtið, annað hvort eigum við svona lélega söngvara eða þetta voru svona eins og óskarsverðlaunin, þ.e. búinn að vera lengi í bransanum og aldrei fengið verðlaun blah blah blah. Í þessu tilviki held ég að það hafi ekki verið um margan að velja.
Lag ársins - Ást með Ragnheiði Grönddal - flott lag osfrv, en greinilegt að þeir sem velja eru á eldri árum, því þarna voru mörg önnur mjög góð lög, Kimono, Mínus og Quarashi voru með lög í þessum flokki sem öll hefðu getað verið valin, en ég ætla ekki að mótmæla þessu þar sem Ragnheiður eru í smá uppáhaldi hjá mér.
Hljómplata ársins - Halldór Laxnes með Mínus - klárt mál, besta plata ársins, búið að hæla henni í UK og er þetta bara hrein snilld, auk þess þar sem þessir strákar eru snilldar performarar. Nokkrar aðrar plötur komu til greina svo sem Krákan, Brain Police, Maus ofl en ég held að strákarnir í Mínus hafi átt þetta skilið, auk þess vann Krummi pabba sinn.
Myndband ársins - Sigurrós með lagið () - hvað gat þetta annað verið, þeir fengu MTV verðlaunin..
Nýliði ársins - Ragnheiður Grönddal - já hér komu nokkrir til greina, Brain Police í nýjum búningi (áður fyrr voru þeir með annann söngvara), Mugison sem er víst að gera það ansi gott í Japan en það var hún vinkona mín sem náði sigrinum og held ég að hún hafi alveg átt það skilið, 19 ára stúlka sem er búin að vera syngja með SKE, djassa og hér og þar. Skemmtileg rödd sem ég var mjög hrifinn af í Frostrósum m.a.
Flytjandi ársin - Eivör - já hún kom sá og sigraði á þessum verðlaunum. Aðrir tilnefndir voru Mínus, Brain Police og Birgitta m.a. en í mínum huga eru Mínus sprengja ársins og hefðu jafnvel geta fengið þessi verðlaun, en margir íslendingar eru enn af gamla skólanum og vilja hlusta á tónlist eins og Eivör flytur, ég er svo sem alveg sammála þess þar sem hún er mjög góð söngkona og á þetta örugglega skilið.

Já þetta var poppið árið 2003 og er gaman að sjá nöfn eins og Mínus, Brain Police, Bang Gang og Kimono skríða inn í þessar útnefningar og jafnvel fá verðlaun. Tónlist á Íslandi hefur sjaldan eða aldrei verið í eins góðum gír eins og árið 2003 og eigum við fleiri og fleiri "international" nöfn, Mugison, Mínus, Sigurrós, Bang Gang, Gus Gus, Reptilicus, Hafler Trio ofl ofl. sem hafa lagt leið sína út.
Ske spilaði á Hróarskeldu og vona ég að Brain Police eða Mínus fari út næsta ár, einnig átti Singapore Sling flott ár en það er án efa flottasta hljómsveit landsins.

Jæja þetta var skemmtilegur laugardagspistill sem byrjaði sem 5 línu pistill en endaði í risa risa bloggi.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar