miðvikudagur, janúar 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Nýtt ár ætlar ekki að byrja vel. Fyst eru það nágrannarnir og nú er byrjað að segja upp (eða fólk beðið um að segja upp, ef það vill ekki segja upp sjálft) hér á mínum vinnustað. Yfirmenn segja ekki neitt og sögur komast á kreik. Þetta er að skapa frekar leiðinlegan móral hérna og kæmi mér ekki á óvart að fólk færi að hugsa sig um hvort það sé þess virði að vinna hér öllu lengur ef þetta á að halda svona áfram. Ef menn tjá sig eitthvað um þetta þá eru menn teknir á eintal og hótað að reka þá ef þeir opna kjaftinn eitthvað meira. Ég mundi segja að þegar verið er að segja fólki upp sem hefur unnið í tugi ára og gert það vel að þá er þetta orðið mál allra starfmanna og getur í raun hver sem er orðið næstur. Það er af sem áður var að það menn upplifðu eitthvert atvinnuöryggi að vinna hjá ríkinu (fyrir utan það að vinna á sjúkrahúsi, en þar er jú alltaf verið að segja upp fólki, enda ekkert vit í því að vera að púkka upp á sjúklingana, því þeir veikjast bara aftur).

Jæja, best að skrifa ekki of mikið því þá verður maður bara rekinn (eða hótað, eins og gerðist í dag).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar