föstudagur, janúar 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Úr bb.is:

Nýráðinn gjaldkeri Ísafjarðarbæjar: Hefur ekki unnið á skrifstofu

Nýráðinn gjaldkeri Ísafjarðarbæjar, Einar Björn Bjarnason stjórnmálafræðingur, kemur til starfa á skrifstofum Ísafjarðarbæjar á morgun. Töluverðar umræður hafa skapast um ráðningu hans og hefur Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi látið þau orð falla að ráðning hans sé hneyksli þar sem gengið hafi verið framhjá konum með áratuga reynslu við bókhalds- og gjaldkerastörf. Í samtali við bb.is í morgun sagðist Einar Björn vera spenntur fyrir hinu nýja starfi. Einar Björn lauk stjórnmálafræðinámi frá Háskóla Íslands 1992. Samhliða því námi og tvö ár eftir útskrift starfaði hann við bensínafgreiðslustörf hjá Olíufélaginu hf.

Hann segist í starfi sínu sem bensínafgreiðslumaður hafa unnið sig upp í að annast uppgjör afgreiðslukassa bensínstöðvarinnar í afleysingum. Árið 1995 fluttist hann til Svíþjóðar til þess að víkka sjóndeildarhringinn og bjó þar í rúm tvö ár. Hann segist hafa stundað meistaranám í Evrópufræðum og lokið því og einnig nýtt tímann til ferðalaga um gömlu Evrópu.

Árið 1998 fluttist hann heim og hóf þá störf sem sendibílstjóri og vann við á annað ár. Í starfi sendibílstjóra segist hann hafa þurft að halda akstursdagbók. Um tíma vann Einar Björn við hús- og öryggisvörslu hjá Landsímanum í Múlastöð. Undanfarið eitt og hálft ár hefur hann verið atvinnulaus.

Undanfarið hefur Einar Björn lokið ýmsum tölvunámskeiðum. Einnig hefur hann sótt námskeið í stjórnsýslu en ekki lokið prófi. Hann hefur aldrei unnið við bókhaldsstörf eða önnur almenn skrifstofustörf að öðru leyti en við störf sín hjá Olíufélaginu.

Einar Björn segist vera fljótur að tileinka sér nýjungar og hlakki því til að takast á við hið nýja starf og í framhaldinu sé hann tilbúinn að takast á við aukin verkefni hjá bæjarfélaginu.

Hann segist hafa átt nokkur samtöl við Þóri Sveinsson fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar vegna umsóknar sinnar og einu sinni hitt hann vegna málsins. Einar er 36 ára gamall og einhleypur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar