Rétt svona til að viðhalda hefðinni minni, en þá er lag dagsins í dag Lola með Kinks. Þetta gamla góða lag rifjar upp minningar frá því ég var 15-16 ára á leið á sveitaböll, rétt kominn með hár að neðan, enn í mútur en sannfærður að ég myndi smella hægri vinstri.
Förum ekkert nánar út í þau mál, en ég man líka eftir stelpunni sem ég var hrifin af á þessum tíma og hét hún Lolla og ekki var það verra að lagið hljómaði næstum því eins og nafnið hennar.
En ekki varð neitt úr þeirri sjóferð, en ég man þó eftir síðasta skipti sem ég sá hana en það var á busaballi Flensborgar í Festi þar sem ég og Jói áttum staðinn á okkar fyrsta busaballi og vorum við greinilega komnir til að vera.
Já þetta voru good old times...
|