miðvikudagur, janúar 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Skellti mér í bíó í gær, sá Paycheck í smáranum, villtur vísindatryllir frá John Woo með Ben "Gigli" Affleck. Þetta var svo sem ágætis mynd, afþreying í það mesta. Gef henni um 5,5 á Imdb drullukökuskalanum.
Hefði kannski átt að skella mér á 21 grams sem ég er mun spenntari fyrir, en ég á hana þá bara inni.
Svo kom ég heim í gærkvöldi um 11 og horfði á The League of Extraordinary Gentlemen og þvílík vonbrigði, ég vissi að hún fékk rúma 5 á imdb og hugsaði með mér að hún gæti nú ekki verið svo léleg, en raunin varð sú að þessi mynd fær aldrei meira en 4 af 10. Þetta er mynd sem virkar upp að 15 ára, hasar og læti en söguþráður nánast nonexistent.

Í lokin er lag dagsins í boði Herman and the Hermits, en það er lagið No Milk Today, lag sem ég kynntist fyrst þegar eitthvert allsherjarverkfall var og lítið um mjólk og þá spiluðu útvarpsstöðvarnar þetta lag mikið.
Virðist vera í olden goldies þessa dagana, en því lýkur í dag, færi mig upp um 10 ár kannski.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar