"Skemmtilegur" endir á deginum í dag - þegar allir voru á leiðinni að drífa sig heim kom í ljós að það vantaði hluti inn í framleiðsluna og sjáum við því fram á að það verður stopp alla helgina og jafnvel fram eftir vikunni. Þetta er mjög alvarlegt mál þar sem þessi hlutur er eitthvað sem við eigum að eiga í yfir 1000 stk hverju sinni. Allt var sett á annann endann og menn voru sendir heim og beðnir að mæta ekki á morgun osfrv.
Að minnsta kosti sjá þeir Idol í kvöld og leikina á morgun.
Annað sem ég hef verið að upplifa síðust daga en það er að ég virðist fínt skotmark fyrir fólk í vondu skapi - ég er búinn að lenda í nokkrum sem hafa skotið fast, kvartað mikið eða jafnvel úthúðað mér vegna þess að þeir eru í vondu skapi. Skrýtið að ég virðist draga það versta fram í fólki.
En það þýðir ekki að láta deigan síga, nú er komið nýtt ár og með nýju ári eiga að blása ferskir vindar, amk reynir maður að byrja svoleiðis og sér síðan hvert blæs.
Í kvöld ætla ég að horfa á Idol úrslit, en er samt mest spenntur yfir Svínasúpunni í hálfleik. Á morgun ætla ég að reyna að komast í vinnunna ef the storm of the century verður ekki búinn að teppa mig inni í Engjahlíðinni. Kannski maður geri bara eins og Hjölli og taki fram gönguskíðin og rölti í vinnuna, en eins og allir vita þá á ég fjölmörg pör af gönguskíðum þar sem ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Gustavs Vasa.
Jæja nú ætla ég að koma mér heim - framhald vonandi á morgun.
|