Svaf ágætlega síðustu nótt og nóttina þar á undan líka það er bara vonandi að djammið sé dautt þarna á Kaffi Freyjugötu.
Nú er maður kominn allt of mikið í heilsupakkann. Mánudagar - tennis, Miðvikudagar, Fimmtudagar, Föstudagar og Sunnudagar - fótbolti
og svo er maður líka stundum að tefla á Grand Rokk, þó að það sé nú ansi langt síðan að það gerðist síðast og þó, tók tvær skákir við Óla (bróður BjaKK) um daginn og tapaði báðum. Föstudagsglasalyftingar (hjá MOBS) hafa einnig verið frekar fátíðar og litlar æfingar þar síðastliðna mánuði. Síðasta köfun var í nóvember, en stefnt er að næstu köfun nú um helgina, ef veðurguðirnir verða í góðu skapi.
En best að koma sér heim og halda áfram að losa stífluna í niðurfallinu, en það stíflaðist allt á föstudaginn, eða svo gott sem og lekur nú ákaflega hægt úr öllum vöskum og slíku, en stíflan er fyrir utan húsið og hafði myndast stöðuvatn fyrir framan útidyrahurðina, sem mér tókst nú að fjarlægja í gær með smá stíflulosunum, en þetta er þó ekki alveg búið og ætla nú að skreppa í BIKO og finna mér eitthvert langt drasl sem hægt er að pota ofaní ræsið, svo er náttúrulega leikurinn á eftir, ekki má missa af honum.
|