Að vanda mætti Pálmi ekki í tennis í gær þannig að það leit út fyrir að við, Ánni og Hjölli yrðum þrír en við hittum Sigga aðalgagnrýnanda í búningsklefanum og hann skeiðaði galvaskur með okkur inn á tennisvöllinn. Hann var arfaslakur (svipaður og Pálmi en mun verri en Hlynur) en átti þó eitt og eitt skot og uppgjafir hans voru sæmilegar :-).
Annars er ég að fara á fund útibústjóra hjá Íslandsbanka á morgun til að semja við hann um betri vaxtakjör á húnsæðislánin sem ég er með hjá þeim ... gangi mér vel segi ég bara :-).
|