Bíó
Við Árni skelltum okkur í bíó í gær og sáum myndina Colleteral í Laugarásbíói. Þessi mynd er með Tom Cruise og er ekki oft sem hann leikur vonda gaurinn eins og hann gerir í þessari mynd. Myndin var bara nokkuð góð og hélt manni alveg við efnið. Hún var samt með frekar óvenjulegan stíl og er ég ekki frá því að það hafi bara gengið nokkuð vel upp. Myndin fór samt í smá formúlu sérstaklega í lokin en það gekk bara vel upp.
*** / 4
|