miðvikudagur, ágúst 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
S fór á honum í Skaftafell í síðustu viku og var síðasti vinnudagurinn hennar á laugardaginn. Stelpan sem fékk far með henni var að vinna fram á mánudagskvöld þannig að S ákvað að bíða eftir henni uppfrá og nota bara tímann í lærdóm. Á mánudagskvöldið fer síðan bíllinn ekki í gang og allir í sveitinni nánast kíkja ofaní húddið og var mál manna að kertin eða kveikjulok eða kveikjuþræðir eða kveikjuhamar eða eitthvað slíkt væri í ólagi. S pantaði því nauðsynlega varahluti morguninn eftir og lét senda þá með rútunni, en strákarnir klúðruðu því að senda þetta með réttri rútu og í staðin fyrir að þetta kæmi upp í Skaftafell kl. 11 á þriðjudaginn komu varahlutirnir ekki fyrr en kl. 18. Þá var farið í að setja þetta í og ekki lagaðist bíllinn við það, fór ekki í gang. S þurfti því að draga hann á næsta verkstæði í gærkvöldi og var það 1,5 klst dráttur. Þeir á verkstæðinu ætla síðan að kíkja á bílinn núna eftir hádegi og Sonja lét senda austur svona bland í poka af þeim varahlutum sem gæti mögulega þurft í viðgerðina (tímareim o.flr.).
Já, spurning hvort það borgi sig að eiga gamlan bíl?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar