mánudagur, ágúst 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Bíltúr
Helgin var ágæt. Á fimmtudaginn fór ég í 30 ára afmæli hjá bróðir Sonju og "suplice" partý á Pizza 67 og síðan smá teiti eftir það heima hjá þeim hjónum.
Föstudagskvöldið var rólegt og horfðum við á War Photographer sem er ansi mögnuð mynd.
Á laugardaginn var ég eitthvað að snattast fram eftir degi, fór með Hjölla á Gay Pride (sjá myndir) þar sem hápunkturinn var þegar við rákumst á Sigga aðalgagnrýnanda á Ara í Ögri. Þar var hann vel í glasi með vinum sínum og spjölluðum við smá við hann. Um kvöldið fórum við Sonja í 25 ára afmæli upp í Kjós og vorum komin heim aftur um kl. 1 (ég var driver).
Á sunnudagsmorguninn spruttum við upp eins og stálfjaðrir fyrir kl. 8 og brunuðum á Skaftafell þar sem Sonja þurfti að fara að vinna um hádegið. Ég lagði mig þar í 30 mínútur og fór síðan aftur heim eftir að ég skoðaði mig um í þjónustumiðstöðinni. Ég var síðan kominn heim kl. 18.30 - 19 um kvöldið. Þá skilaði ég pabba bílnum (minn er bilaður í Skaftafelli) og náði í Arsenill - United leikinn til EE og horfði á hann um kvöldið.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar