föstudagur, ágúst 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Er að skríða saman
Er nú hálf slappur enn, en gat bara ekki verið heima lengur. Hef bara snýtt mér nokkrum sinnum í dag, en þessi veikindi einkenndust aðallega af hausverk, hita og hori. Jújú það voru einmitt h-in 3 sem ég var með (ef það hefur ekki verið kallað það áður þá er það kallað það núna). Nú er bara smá eftir af síðasta h-inu.

Stutt lýsing á miðvikudeginum: Vaknaði upp mað öll h-in. hringdi í vinnuna og sagðist ekki koma. lagðist fyrir aftur og reyndi að sofna, en það var bara ekki hægt þar sem ég þurfti alltaf að losa hor með reglulegu millibili. Ég færði mig því inn í stofu með sængina með mér og horfði á ólympíurnar í strandblakinu ásamt einhverju öðru sem ekki var neitt merkilegt. Svo var þetta endursýnt seinna um daginn og horfði ég aftur á þetta þá, þar sem ég hafði ekki orku í að gera neitt annað.
Þegar það leið á kvöldið mannaði ég mig upp til að fara út í sjoppu og leigði mér DVD. Tók I-spy, með Eddi Murphy og Owen Wilson í aðalhlutverkum og nú skyldi ég aldeilis hafa það gott. Þegar ég set svo diskinn í rétt um 11 leitið og var búinn að horfa á ca 15 mín þá bilaði myndin og gat ég ekki með nokkru móti fengið neina mynd aftur úr þessum disk. Klukkan var nú orðin 23:31 og því of seint að skila disknum núna. Ég horfði því bara aðeins meira á eitthvað meira af þessum leikum þarna úti og fór svo að sofa.

Fimmtudagurinn: Var ekki alveg jafn slappur, en þurfti samt að losa þó nokkuð af hori og hausverkurinn var enn til staðar, en hitinn farinn, þ.e. 2 h af þremur eftir. Hélt áfram að glápa á sama sjónvarpsefnið (og endursýningarnar) og spilaði "Rise of Nations" í tölvunni allan tímann og lá undir sænginni um leið og hreyfði mig sem minnst. Þetta virtist virka mjög vel en ég fann að ég var að skána með hverjum klukkutímanum sem leið. Um kvöldið fór ég svo út í sjoppu og skipti DVD disknum frá því um kvöldið og fékk annan í staðinn þar sem að hinn var gallaður (þetta var óþarfa útskýring, ens samt gat ég ekki sleppt henni). Nú tók ég Catch me if you can, með Leonardo Di Caprio og Tom Hanks í aðalhlutverkum í leikstjórn Steven Spielbergs. Þessi mynd var bara helvíti góð og kom mér á óvart. En myndin er byggð á sönnum atburðum um einn mesta ávísanafalsara Bandaríkjanna (sem Leonardo lék).
Nú fór ég bara sáttur að sofa og vaknaði í morgunn með aðeins smávegis af síðasta h-inu og fór því í vinnuna í dag og ætla á eftir í grill til Árna.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar