fimmtudagur, ágúst 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Fótbolti
Í gær skellti ég mér í vesturbæinn með 2 kunningjum mínum og horfði þar á slátrun FHinga á KR. Já stórveldið KR heitir nú í dag fyrrverandi stórveldið KR. Bráðskemmtilegur leikur þar sem þetta var algjörlega leikur kattarins að músinni, KR áttu varla færi en nýttu þó þetta eina almennilega færi sem þeir fengu og skoruðu og voru þeir nú bara heppnir að tapa ekki meira en 1-3.
Gaman var að heyra skemmtilega söngva á vellinum svo sem:
Daða í landsliðið
KR í fyrstu deild
Kristján í lyfjapróf ofl ofl.

Já það má með sanni segja að FH státi af besta liði landsins í dag og vonandi halda þeir þetta út keppnistímabilið, en maður sér glögglega að þjálfarinn er að passa leikmenn sína þar sem hann er búinn að taka út Allan á 60 mín síðustu 2 leiki, enda leikirnir svo gott sem unnir þá. Einnig hefur Heimir verið tekinn af velli í báðum þessum leikjum og er hann greinilega að passa upp á að menn þreytist ekki þar sem FH er að keppa á öllum vígstöðvum núna.
Að FH vinni þrennuna er ekki svo faraway draumur, bikar, deild og já jafnvel evrópumeistarar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar