föstudagur, ágúst 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Handbolti
Það er nú meira hvað Íslendingar eru orðnir lélegir í handbolta, þeir gátu einfaldlega ekki neitt í morgunn, komu aldrei neitt út á móti skyttunum og skutu sjálfir aldrei neitt fyrir utan. Ætli það sé ekki komið svo að íslenska landsliðið í knattspyrnu vinni oftar en handboltalandsliðið og skori jafnvel meira.
    
Þetta var nú meira bullið - ég held að við verðum að krefjast höfuð þjálfarans á fati eftir þetta ævintýri. Hann kýs að spila 6-0 vörn í staðinn fyrir að reyna að breyta einhverju þar sem það var klárlega ekki að virka og auk þess hvað er með þessa markmenn!!! Val þjálfarans í þessu tilviki var dapurt að mínu mati.
12:37   Blogger Árni Hr. 

Það væri gaman að vita:
1: Hvaða leik þið eruð að tala um?
2: Ef Spánverjaleikinn, þá afhverju er ekki komið hliðstætt blogg um Slóvenaleikinn? Það mætti halda að þið væruð að einblína á það neikvæða ...
13:08   Blogger Burkni 

Aaaa ... mér væri nær að lesa dagsetningar.
Svo þið eruð að tala um Kóreuleikinn, sem ég sá því miður ekki, aldeilis fljótir að gleyma Slóvenaleiknum semsagt.
En já, frammistaðan er tæpast alveg í samræmi við vonir á þessu móti, og það á öðru mótinu í röð. Þar á undan voru 2 stórmót þar sem Íslendingar stóðu sig mjög vel. Höfuð þjálfarans á fati já ... gæti sómt sér vel sem veggskraut hjá HSÍ, enda fallegur maður, en hvað/hver tekur við?
Viggó Sigurðsson?
Er ekki sjálfur sérlega innvíklaður í íslenska handboltaheiminn en hef trú á því að "strákarnir okkar" séu nokk ánægðir með Guðmund sem þjálfara ... það hlýtur að vega eitthvað, ólíkt því sem virðist gilda í knattspyrnuheiminum!
13:20   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar