mánudagur, ágúst 16, 2004
|
Skrifa ummæli
Hjólamánudagurinn ógurlegi. (9. ágúst, 2004)
Vaknaði um hálf ellefu leitið og heyrði inn um gluggan nágranakellinguna segja "svakalega er heitt" og var hún og vinkona hennar eitthvað að bauka við að koma sér fyrir í garðinum. Ég dreif mig á fætur, fékk mér smá morgunverð og ákvað svo að fara út að hjóla. Ég klæddi mig upp og setti regngalla í hjólatöskuna ásamt, hönskum, ljósum og varaslöngu. Í litlu hjólatöskunni voru bætur, sexkanntar, WD-40, tvöfallt grettistak, veskið, síminn og lyklarnir. Vatnsflaskan komin á sinn stað og mú var ég til í allt. Kominn á nýju dekkin, en ég keypti mér slétt dekk um daginn til að komast hraðar á malbikinu og þar með brunaði ég af stað.

I.
Ég ákvað að byrja á Elliðaárdalnum, en hélt svo sem leið lá upp í Árbæ og eftir hestasvæðinu þar og að Elliðavatni. Úr því að ég var nú kominn alla leiðina hingað ákvað ég að fara aðeins lengra. Fór upp á Rjúpnahæð (þar sem öll möstrin eru) og svo áfram. Þar til ég kom að bröttu brekkunni við Vífilstaðavatn. Þar stoppaði ég smá en lét mig svo renna niður brekkuna. Þar bætti ég hraðametið mitt og greinilegt að sléttu dekkin voru að svínvirka. En þarna náði ég 60,5 km/klst. Nú var ég í svo góðu skapi að ég ákvað að fara svolítið lengra og fór upp í Heiðmörk, þ.e. að hliðinu þar og gerði nokkrar teygjuæfingar og drakk smá vatn.

II.
Ég hélt svo áfram og kom ég að þessari líka fínu brekku og ákvað ég að gefa duglega í þar niður. Það gekk svo ljómandi vel að ég bætti hraðametið aftur og náði nú 63,5 km/klst. Þessi brekka var mun salkleysislegri en bratta brekkan við vatnið, en samt nokkuð góð. Eftir skamma stund var ég kominn til Hafnarfjarðar, en í staðinn fyrir að beygja inn í bæinn fór ég til vinstri upp hjólaði upp að Hvaleyrarvatni. Langt síðan að ég hef komið þangað, en þetta er ótrúlega fallegur staður og furðulegt að maður hafi ekki komið hingað oftar. Lítið vatn, sem hægt er að veiða í og skógur allt í kring og á degi eins og þessum... tja, þá var þetta alveg frábært.

III.
Ég hjólaði svo bara lengra og endaði þessi vegur á Krísuvíkurveginum. Ég stoppaði í smá stund og hugleiddi hvert ég ætti að fara. Þar sem að það var svo gott veður þá ákvað ég að beygja til vinstri og tók stefnuna á Kleyfarvatn. Malbikið endaði rétt áður en maður kom að Sveifluhálsinum, en það var nú allt í lagi, þar sem að þessi malarvegur var mjög sléttur og góður.
Það er erfitt að lýsa þessu í orðum, svo ætli ég verði ekki bara að nota orðið frábært einu sinni enn. Logn, sól og hiti. Ég fór eftir öllu Kleyfarvatni og skoðaði hverasvæðið. Næst kom ég að Krísuvíkurkirkju og skoðaði ég hana líka og skrifaði í gestabókina, en þetta er pínulítil kirkja og gott ef að altaristaflan er ekki eftir Svein Björnsson. Þessi kirkja var gerð upp árið 1964, en staðurinn var eitt sinn einn af blómlegri stöðum á þessu svæði. Þetta fór endanlega allt saman í eyði árið 1950. Kirkjan er nú það eina sem stendur eftir, en aðrir bæir sem voru þarna í kring eru nú rústir einar.

IV.
Þar sem að ég var nú kominn alla þessa leið, þá var nú ekkert í vegi fyrir mér að fara bara alla leið til Grindavíkur. Leiðin er mjög falleg, en vegurinn afleitur og mikið af þvottabrettisköflum. Leiðin liggur nokkuð hátt uppi og því mjög gott ústýni þarna.
Rétt áður en maður kemur til Grindavíkur kemur maður að Kríuvarpi. Kríurnar voru alveg jafn árásargjarnar og síðast er ég kom nálægt þeim og var ég nú fegn að ég var með hjálm. Í Grindavík leitaði ég uppi stað sem seldi hamborgara og bjór og rambaði því inn á Cactus. Klukkan var bara rétt um hálf fimm leitið og því nægur tími til stefnu. Ég panntaði mér einn Cactus borgara og stóran bjór með. Sjaldan smakkað jafn góðan borgara, enda var ég nú 76 km að baki og síðasti kaflinn á frekar leiðinlegum vegi. Ég dokaði við aðeins lengur og panntaði mér annan bjór og las moggann.
Eftir um klukkutíma stopp hér, fór ég í næstu matvöruverslun og keypti mér smá nesti fyrir heimferðina (Remy minntukex, Sport lunch og Magic).

V.
Á leiðinn út úr bænum var skillti sem á stóð "Reykjavík 52". Ég var þá amk meira en hálfnaður og nú var malbik alla leiðina heim. Heimleiðin leið nokkuð hratt og nartaði ég í kexið inn á milli í pásum. Þegar ég kom svo loksins í Fjörðinn leit ég við á Haukar - HK, en Haukar voru yfir 2-0. Ég horfði því á leikinn í smá stund, en það var nú ekki mikið að gerast og fannst mér nú að HK væru að fara að ná einhverjum tökum á leiknum, svo ég bara lét mig hverfa. Daginn eftir heyrði ég svo að leikurinn hafi farið 4-1 fyrir Haukum, hvernig svo sem stendur á því. Ótrúlegt að HK skuli vera komið í undanúrslitin í bikarnum. Ég hjólaði því bara heim á leið og verð ég nú að segja að síðustu metrarnir voru frekar erfiðir virtust allar brekkur vera helmingi brattari og 1. gírinn var eins og 10. gír í þessum brekkum. Ég kom því heim dauðuppgefinn rétt um hálf tíu leitið og rétt um 10 klukkutíma hjólatúr (með pásum, annars var það bara 8 klt í hjólatíma) lokið og 130 km að baki. Ekki slæmt á einum degi.

Þegar ég var svo að fara að sofa heyrði ég fylleríslæti frá nágrönnunum, en nú var ég bara orðinn svo þreyttur að ég sofnaði eins og steinn og svaf vært alla nóttina.
    
Hvað er hægt að segja en að þú ert magnaður á reiðhjólinu og það er ástæða fyrir því að þú ert kallaður "Stálrassgatið".
12:07   Blogger Joi 

Ég var nú ekki með neitt stálrassgat í þessari ferð og hjólaði ekkert daginn eftir, en þetta er allt að koma.
15:00   Blogger Hjörleifur 

Magnað!!
16:59   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar