sunnudagur, ágúst 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Hugsanir
1. Hafa knattspyrnumenn enga réttlætiskennd - Rooney er 18 ára og er þegar búinn að svíkja uppruna sinn. Amk að bíða 1-2 ár áður en mann svíka þá sem ólu mann upp.
2. Er búinn að vera hlusta á 2 diska undanfarið - Blowback með Tricky, alger snilld og nýjasta Voodoo Child diskinn, fínn diskur, svona old skool eins og þeir segja.
3. Tottenham enn ósigraðir eftir 4 leiki - betra en ég hafði vonað.
4. Tippklúbburinn að lognast niður?
5. Mjög feitir menn hafa minna tippi en grannir, þar sem fitann á mallanum sogar upp tippið!
6. Eins mikið og ég þoli ekki Michael Moore, þá er kominn tími á að skipta um forseta USA - GW er nú ekki búinn að ríða mjög feitum hesti undanfarin 4 ár. Ýmislegt gott en annað slæmt, ég hef mínar ástæður hví ég vill hann burtu og tengist það ekki stríðsrekstri ofl - allt önnur mál.
7. Vinna vinna vinna, búinn að mæta laugardag og sunnudag í vinnuna.
8. Styttist í Króatíu - gæti orðið mjög gaman, er þó stressaður vegna vinnunnar, en den tid den sorg.
9. Setning sem Guðjón Karl sagði við mig eftir Danmörk-Svíþjóð leikinn sem hefur festst í mér, en tyv tror alle stjæler.
10. Sjálfsblekking er versta blekkingin.

Þetta voru 10 hugsanir sem hafa verið að flækjast í gegnum huga minn undanfarna daga.
    
Ég ætla að svara þessum hugleiðingum lið fyrir lið:

1. Ég er ekki alveg sammála þessu. Hann er orðinn það góður að það er sjálfsagt fyrir hann að skipta um lið og það er ekki eins og Everton fái ekki mikið fyrir hann.
2. Þekki ekki Tricky diskinn en Voodoo Child diskurinn er nokkuð góður.
3. Já, Tott byrjar vel og spurning hvað/hvort þeir halda því lengi út. Virðast samt vera að spila nokkuð vel og liðið er á réttri leið.
4. Tippklúbburinn er ekki að lognast niður. Siggi var erlendis síðustu tvo fundi að hlera rödd götunnar um tippmál í Ameríku og kemur sennilega með fullt af hugmyndum á næsta fund. Pálmi er heimavinnandi húsmóðir og á erfitt um vik. Ég var með einhvern helvítis flensuskít á laugardagsmorgninum og komst því ekki þó ég vildi.
5. Tja, ég hef nú ekki skoðun á þessu máli.
6. Ég veit ekki af hverju þú þolir hann ekki - hann er bara svona vitleysingur sem er hægt að hafa gaman af og hlægja að. Þú ert sá eini sem ég þekki sem virðist hafa einhverjar taugar til GWB og spurning hvort það sé útaf því að hann er svona óvinsæll og þér finnst það ósanngjarnt? Er sammála því að hann ætti að fara að gera eitthvað annað eins og t.d. að kenna ræðumennsku eða heimspeki ;-)
7. Já, sama hér - mikið að gera á þeim vígstöðvunum, sem er gott.
8. Gæti orðið gaman? Þetta verður gaman og ekkert kjaftæði ... maður verður að hafa rétt hugarfar.
9. Danmörk - Svíþjóð er eitt mesta hneyksli fyrr og síðan eða síðan United keypti David Bellion.
10. Það er líklegast rétt.
22:34   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar