I Robot
Við Hjölli skelltum okkur í Smárann í gær og fórum á myndina I Robot. Ég var mjög ánægður með þessa mynd og var hún betri en ég bjóst við. Tæknibrellurnar eru ótrúlega flottar og framtíðarborgin sannfærandi og söguþráður ágætur.
Einkunn: ***
|
Ég er alveg sammála Jóa, þetta var fín mynd, mjög sannfærandi framtíðarborg (myndin gerist árið 2035 og greinilegt að menn eru mjög bjartsýnir á tæknibyltingar fram að þeim tíma). Söguþráðurinn var líka fínn og bara ekkert hægt að kvarta yfir neinu og *** því mjög sanngjarnt
11:59 Hjörleifur
|
|