Jamm
Frekar rólegt blöggið hjá okkur undanfarið. Árni og Pálmi blögga alltof lítið og BjaKK blöggar bara alls ekki.
______________________
Mikið að gera hjá mér í vinnunni - er að klára ýmislegt áður en við förum út eftir 3 vikur og er að vinna flest kvöld. Kíkti í kaffi með mömmu hérna í Borgartúninu í gær og var síðan hérna í vinnunni til kl. 23. Í kvöld ætla ég að bjóða Hjöllanum mínum í bíó því ég á tvo boðsmiða á Dominos sýningu á Colleteral sem er víst einhver spennari. Pálmi ætlar að taka upp fyrir mig leikinn og það verður brunað til hans strax eftir leik og náð í spóluna og horft á leikinn fyrir svefninn.
Á föstudaginn verður bjór og pizza strax eftir vinnu og síðan verður skundað á búlluna og þar verður poolmót. Ég ætla síðan að reyna að vinna slatta um helgina.
|