Föstudagurinn: Nóg um að vera um helgina, en á föstudeginum var útifundur hjá bjórvinafélaginu, með grillmat og fíneríi. Eftir grillið fórum við Árni á Lu Reed og skemmtum okkkur konunglega. Eftir Reedarann skruppum við á Grandarann og horfðum á restina af lúftgítarkeppninni og þar á eftir stigu Búdrígindi á svið og Hölt hóra á eftir þeim og síðust á sviðið var Singalingurinn.
Laugardagurinn: Vaknað upp fyrir allar aldir (um 10 leitið) og horft smávegis á íþróttir í sjónvarpinu, en það er víst einhver stór keppni í gangi núna í Grikklandi, held að það séu einhverjir Íslendingar þar að reyna eitthvað. Því næst kom Árni og sótti mig og Jóa og við keyrðum til Pálma þar sem að fundur í Tippfélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar fór fram og stóðum við okkur sérlega illa þessa helgina (ekki betur en Jarlinn og vinur hans í síðustu viku).
Þar á eftir var komið að mínum þak-þætti, en ég átti rétt að skreppa upp á þak hjá Pálma og snúa loftnetinu. Ég var í 2 tíma á þakinu og ástandið lagaðist ekkert, en mér varð kalt og það fór að rigna.
Árni og Jói fóru á meðan ég var á þakinu.
Ég, Pálmi og börnin fórum því næst heim til mín og komum við við í Hagkaupum og keyptum grillmat og bjór í ríkinu og grilluðum í garðinum heima hjá mér. Árni, Elín og Brynhildur og Jói og Sonja mættu svo líka síðar. Eftir matinn (og frágang) var rölt í bæinn, hlustað og horft á EGO og flugeldasýninguna þar á eftir.
Þar sem að það voru 100 þús manns í bænum var ekki auðvelt að fá sæti á pöbbum, en við reyndum nú samt og fórum á Einar Ben og var okkur hleypt inn, en ekki fólkinu sem kom á eftir okkur, svo við rétt sluppum. Við komum okkur bara fyrir við barinn til að byrja með, en svo losnaði pláss við borð og sátum við þar í dágóða stund. Þegar flestir voru farnir heim til sín stóðum við upp og fórum.
Hópurinn dreifðist töluvert eftir þetta, en Elín og Brynhildur fóru reyndar ekki með okkur niður í bæ og Pálmi kvaddi okkur líka snemma, enda með 3 gríslinga með sér. Eftir stóðu ég og Árni og ákváðum við að rölta upp á Grandarann og þangað komu svo Elín og Brynhildur. Við fengum okkur þvínæst smá snæðing í bænum, en röltum svo heim á leið (þ.e. þau náðu leigubíl á skólavörðustígnum).
Sunnudagur: Ég og Jói skruppum á Súfistann, lásum nokkur tímarit og drukkum kaffi. Ég fór svo heim, vaskaði upp eftir veisluna daginn áður. Horfði á fréttir og 48 hours. Skrapp út í sjoppu og leigði mér 2 DVD myndir og keypti mér ís og kex og appelsínu límonaði, kom mér vel fyrir og glápti á mynirnar til klukkan 2 í nótt og fór þá að sofa.
Í morgunn hjólaði ég svo í vinnuna og er á leiðinni heim núna og ætla í tennis í kvöld.