Mættur aftur
Nú er ég kominn úr 3 vikna fríi, jibbí kominn í vinnuna aftur og það er enn sól og gott veður úti (hmmm... hvað er ég þá að gera í vinnunni aftur strax?)
Fór ekkert út á land í fríinu, en ég fór á Innipúkann um verslunarmannahelgina, hjólaði svolítið (meira um það síðar) og kafaði svolítið (líka meira um það síðar), lét skipta um fremsta hlutann á púströrinu, en sá hluti bilaði eftir að ég fór með bílinn í smurningu (doldið harðhenntir á smurstöðinni), og gerði sjálfur við rúðuþurkurnar. Svo hjólaði ég svolítið meira og meira og meira, en meira um það síðar. Semsagt var aðallega í því að slappa af og hvíla mig heima og var ekki til neitt sem heitir sress í þessu fríi og því er maður vel endurnærður eftir þetta.
|