Nágrannar
Ég hélt í smá stund að þau væru skilin, skötuhjúin í sumarbústaðinum í garðinum heima, þar sem ég sá konuna bera út nokkra stóla og töskur með vínkonu sinni. En það reyndist nú ekki vera rétt því hún var heima um helgina og voru þau bara í fullu fjöri.
Á laugardagsmorguninn vaknaði ég upp á slaginu 6:00 við það að fólk (par) bankaði létt á dyrnar hjá þeim (til að vekja ekki alla í húsinu). Ekkert svar barst, svo það var bankað aðeins fastar, en ekkert gerðist. Þetta magnaðist svo smátt og smátt þar til að það þau (þó aðallega kellingin) voru farin að banka á alla glugga hjá þeim og berja fast á dyrnar og kalla á þau (og nú var örugglega allt hverfið vaknað). Konan bað svo strákinn (sem heitir Pétur og ég og Pálmi unnum með honum einu sinni hjá Hagvirkja, við að byggja bílastæðahúsið í Hverfisgötunni) um að sparka upp hurðinni, en hann vildi það nú ekki og var að reyna að róa hana aðeins.
Þetta gekk yfir í 10 mínútur án árangurs og heyrði ég hann segja við hana: "förum bara heim núna". Hún vildi það nú ekki, en það var greinilega ekkert annað hægt í stöðunni.
Í gærkvöldi var svo smá partí hjá þeim, en þau voru nú samt farin að sofa um 2 leitið í nótt, en vöknuð aftur um 8 í morgunn.
|