Prófaði að leggja saman það sem ég er að spá í að kaupa mér fljótlega myndavélatengt, og það endar í c.a. 250þ.  Maður getur huggað sig við það að þetta kostar a.m.k. ekki meira en kafarabúningur.
  
|      | 
   
     
   
      
       
         En þú ert nú þegar búinn að kaupa þér myndavélar upp á 140 þús (amk) og prentara upp á 45 þús svo þetta fer nú að verða dýrara en kafarabúningurinn, svo þá hlýt ég að meiga að kaupa mér kafaratölvu upp á 50 þús. 
      
         10:38   Hjörleifur   
      
   
      
       
         Já, ég get í sjálfu sér samþykkt það en ég kaupi þetta samt ekki allt í einu þannig að þú verður eiginlega að bíða með tölvuna. 
      
         10:52   Joi   
      
   
      
       
         ég er löngu búinn að kaupa búninginn og þá er ég ekki að kaupa allt í einu ef ég kaupi mér tölvuna núna 
      
         10:57   Hjörleifur   
      
   
      
       
         Hvað notar maður kafaratölvu? Fletta upp lindýrunum sem maður hittir neðansjávar? 
      
         11:22   Burkni   
      
   
      
       
         nei, þetta er til að skrá niður köfunina, hversu lengi þú ert búinn að vera í kafi, hversu djúpt þú fórst, hvað þú átt mikið eftir í kútnum og svo er reiknað út frá dýpi og tíma í kafi hversu mikið nitrogen er í blóðinu og hvenær er óhætt fyrir þig að fara aftur ofaní og segir þér einnig þegar þú ert í kafi hvort þú þurfir að taka öryggisstopp (sem maður gerir eftir djúpar kafanir) og hversu lengi þú þarft að stoppa.
  Semsagt mjög gagnlegur hlutur. 
      
         11:38   Hjörleifur   
      
   
      
       
         Jahá, ég legg bara til að allir fái sér svona djúnx! 
      
         12:54   Joi   
      
   
       |   
	 |