mánudagur, ágúst 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Smásaga - sönn
Hér kemur stutt saga af mér frá því fyrr í sumar. Eins og sumir vita þá er ég mjög léttsvæfur og þarf lítið til þess að ég vakni upp á nóttinni.
Eina nóttina vaknaði ég upp að venjuleg húsafluga var að suða í glugganum hjá mér, ekkert venjulegt suð, heldur trompaðist hún og hætti svo í nokkrar mínútur. Nú ég hafði vaknað undan suðinu (glugginn galopinn) og reynt að hunsa það, en eftir smástund þá gafst ég upp og stóð upp hálfnakinn og byrjaði að reyna að finna fluguna, dró upp gardínuna þ.a. herbergið lýstist upp, EE var þó mjóg róleg og velti sér á hina hliðina á meðan ég var að leita af flugunni hálfnakinn.
Nú ekki gekk það að ná henni út, hún var brjáluð og þegar ég náði henni ekki var ég orðinn ansi pirraður, enda fúlt að geta ekki sofið um miðja nætur (c.a 2.30). Nú ég er ekki sá þolinmóðasti en ég er þá með hugvit þ.a. ég hljóp fram, náði í ryksuguna og pluggaði henni inn og saug fluguna úr glugganum á no time, renndi gardínunni niður, ryksugunni fram á gang og fór að sofa, var að sjálfsögðu orðinn nokkuð worked up þ.a. það tók tíma að sofna aftur.

1 klst flugubardagi og Árni hálfber vopnaður ryksugu með dregið upp í herberginu og konan að reyna að sofa - picture that my friends.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar