Tennis
Við Haukur veðjuðum kassa af bjór á tennisið í kvöld, þ.e. ef hann myndi vinna þá fengi hann kassa en ég fengi kassa ef ég myndi vinna.
Ákveðið var að sá sem myndi fyrr vinna tvo leiki upp á 6 myndi vinna og leikar voru æsispenandi. Við Hjölli mörðum fyrri leikinn 6-1 og þann seinni 6-2 og unnum við því kassa. Þetta er samt bara skuldajöfnun því ég skuldaði Hauki víst tæpan kassa. Við höfum ákveðið að halda föstum liðum áfram og það verður farandbikar sem tapliðið þarf að kaupa í lok verktíðar.
|
mér fannst ég vera frekar svikinn af þessu þar sem að það var aðeins 1 bjór í gróða eftir þessar viðureignir.
09:20 Hjörleifur
Já, ég biðst afsökunar á þessu en ég þurfti að fá þig til að gefa 120% og það hefst bara hjá þér ef það er bjór í spilinu. Auk þess hélt ég að ég væri búinn að segja þér þetta ... sorrý!
10:15 Joi
|
|