Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Sem betur fer unnum við ekki neitt þessa vikuna, því það hefði verið svo svekkjandi að vera með 13 rétta núna, en aðeins 14.850 kr voru í vinning þar. Ekkert var borgað út fyrir 11 eða 10 rétta, en alls komu fram 213.067 raðir með 11 réttum og 842.312 raðir með 10 réttum og áttum við semsagt eina röð þar á meðal.
Í hópleiknum erum við í sæti 338-358 í 3. deild með 18 stig en 571 lið eru í deildinni. Abba er efst með 33 stig eftir að hafa fengið 11 rétta fyrstu 3 vikunnar, en við vorum ekki með fyrstu vikuna sem skýrir stigafjöldann, en 2 lægstu skorin verða tekin í burtu svo við erum nú ekkert í slæmum málum þó að við höfum misst af 1. vikunni.
|