sunnudagur, ágúst 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Tippfundur
Fyrsti tippfundur vetrarins var haldinn á Grand Rokk á föstudaginn. Við hituðum upp með því að taka þátt í Pub Quiz keppni þar sem ég og Siggi vorum saman í liði, Árni og Hjölli voru saman og tveir vinir hans Sigga voru síðan saman í liði. Það voru 30 spurningar sem voru mjög erfiðar og fengum við Siggi 9 stig, Hjölli og Árni fengu 6 og vinir Sigga fengu 7 ef minnið er ekki að bregðast mér. Sigurliðið var síðan með 12 stig. Það var mál manna að ég og Siggi hefðum náð vel saman sem lið því þekking okkar skerst kannski ekki of mikið og því breiðara svið sem við tökum miðað við önnur lið).
Eftir allnokkra bjóra fórum við síðan í það að tippa og fengum tvo fastagesti til að hjálpa okkur með seðlana og sést hópurinn hérna (ég er ekki inni á mynd þar sem ég er alltaf að taka myndir):



Hérna er síðan önnur mynd sem sýnir stemminguna á staðnum (tveir menn í baksýn að hjálpa hvorum öðrum að halda sér af jörðinni):

    
Ég tek nú fram að ég var einn fyrstu 6 spurningarnar og auk þess voru það nú aðallega Jói og Siggi sem töluðu um hvað þeir höfðu náð saman, minnist ekki til þess að nokkur annar gerði það :)
17:20   Blogger Árni Hr. 

Svo vil ég taka það fram að það voru ekki 12 réttir sem voru hæstir í þessari spurningakeppni, heldur 20 og svo var einhver með 14 rétta, svo Jói og Siggi voru nú ekkert voðalega nálægt því að vinna þessa keppni og í rauninni með falleinkun, ef 20 rétt gefur 10 í einkunn, skv normaldreifingu.
10:52   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar