mánudagur, ágúst 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Verslunarmannahelgin
Jæja þá er enn einni helginni lokið, verksmiðjan í Hafnarfirðinum að opna og allir að mæta. Helgin vara bara ágæt í þetta sinn, hef átt betri og hef átt verri helgar. Á föstudeginum mættum við strákarnir í hádegismat á Chefs, um kvöldið var svo kíkt á Maradonna myndband og Nick Cave myndband og nokkrir bjórar kláraðir, kíktum aðeins í bæinn en það var bara stutt og fékk ég far með Oddgeiri heim.
Vaknaði á laugardeginum nokkuð hress, hringdi í Hjölla upp úr hádegi og var hann svo þunnur að hann gat ekki gengið um íbúðina, að hans sögn. Við höfðum ákveðið að skella okkur á Innipúkahátíðina en fyrst ætluðum við að fara á Chefs og kaupa bjórsúlu og horfa á fótboltaleik. Nú við torguðum niður einni súlu hver (þ.e. ég, Jói og Hjölli - Oddgeir náði að klára 3 bjóra á meðan en súlan var 5 bjórar, þ.e. 2,5 L). Ég fékk mér nú líka borgara þarna og pantaði Irish Coffee en þau áttu ekki púðursykur þ.a. ég keypti bara Galliano Hot Shot handa mér og Hjölla. Nú þegar klukkan var um 19.30 þá ákváðum við að halda niður á Iðnó á hátíðna miklu, um leið og við komum var Rass að spila og hlupum við inn til að sjá þá snillinga, en þar fer fremstur í flokki Óttar nokkur Proppé og sveitti slingalingarinn. Nú við héldum áfram að drekka og drekka þangað til Jóhann þurfti að fara heim vegna hausverks, ekki stoppaði það okkur hina og héldum við áfram að drekka og var skipti í g og t, nú við horfðum á Singapore Sling með enn einu snilldartónleikana og svo toppaði Trabant kvöldið með hálfgerðum músíkcirkus. Allt í allt fínt kvöld, var orðinn frekar lúinn í lok kvöldsins, rölti með strákunum og horfði á þá borða pulsu á bæjarins bestu og fór svo heim.
Sunnudagurinn var að sjálfsögðu andstæða laugardagsins og var nokkur þynnka í gangi, en ég fór þó út og náði í systur mína á BSÍ þar sem hún var að skríða frá eyjum.
Ætlaði svo að sofa út í morgun, en var vaknaður klukkan 9, fór upp í vinnu, entist ekki lengi þar og dreif mig bara heim og spilaði tölvuleik, kláraði Vietcong loksins :)

Í heildina var þetta ágætis helgi fyrir utan smávægileg rifrildi og uppnefni en það var mjög gott að vakna í morgun og vera ekki þunnur. Er búinn að vera skoða Supernova í dag og fikta aðeins í því, náði að niðurhala röngum bittrader, einhverjum gerðum fyrir Unix eða Python forritunarmál og skildi ekki neitt í neinu, var búinn að eyða 1 klst í að skoða netið um þetta og var ekki að fatta þetta, hringdi í Jóa og sagði hann mér að þetta hefði verið mjög einfalt hjá sér þ.a. ég fór aftur inn og skoðaði þetta og fann þá réttan og henti honum upp og viti menn það var mjög einfalt. Já ekki er öll vitleysan eins
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar