Bensín
Ég skil ekkert í þessari verðlagningu á bensíni og olíu hérna á landi, þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá þarf að klára 2-3 mánaða birgðir áður en þeir geta lækkað verð en þegar það hækkar þá hækka þeir samdægurs.
Úr mbl:
Olíufélagið Esso hefur tilkynnt um 4 króna verðhækkun á bensínlítra og 1,50 króna hækkun á lítra af dísilolíu. Í kjölfar fellibylsins Katrínar, sem gengið hefur yfir Bandaríkin sl. daga hefur heimsmarkaðsverð á eldsneyti hækkað, einkum á bensíni en minna á gasolíutegundum. Olíufélagið segir, að þörf fyrir hækkun á bensíni hér á landi sé nú 8,50 krónur á lítra og 2,80 krónur á dísilolíulítra en ákveðið hafi verið að hækka verðið minna í þeirri von að heimsmarkaðsverð muni lækka á næstunni.
|
Ætli olíukallarnir hér noti ekki bara einhverja spilapeninga sem eru alveg óháðir dollaranum, þ.a. þó að dollarinn lækki þá fá þeir ekkert meira bensín fyrir peninginn.
14:20 Hjörleifur
|
|