þriðjudagur, september 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Enski Boltinn
Ég hef áhyggjur af þróun enska boltans. Chelski stefnir hraðbyr á að vinna þetta mót fyrir áramót.
Einnig er enska deildin sú deild sem skorar minnst af mörkum sem er frekar slæmt mál.

UTD sem var nú kannski helsti keppinautur Chelski var að missa Heinze út tímabilið og Keane í 2 mánuði og tel ég að þeir megi ekki við svona áföllum ef þeir ætla að halda í við Chelski.
Arsenal tel ég ekki hafa nægilega sterka miðju til að halda í við meistara síðasta árs. Þeir sýndu frábæra takta í gær án Henry, en þeir rétt unnu FC Thun um daginn og sýna mikla veikleika með því að tapa á móti Middlesborough.

Tottenham er nú mitt lið og held ég að það verð gaman að fylgjast með þeim, en þeir munu ekki keppast um meira en 5-6 sætið, fannst þeir t.d. ansi daprir á móti Aston Villa og virtust vanta Davids mikið.

Já vissar áhyggjur - hef verið að horfa á Ítalska og Spænska með öðru auganum og er Barcelona, Real Madrid og AC Milan öll búin að tapa á þessu tímabili og aðeins nokkrir leikir búnir, þetta eru greinilega mun jafnari deildir en það sem gengur og gerist í ensku deildinni.
Í fyrra var um 25 stig á milli Liverpool og Chelski, þetta kalla ég ekki samkeppni að lið sem ætlar sér að keppa um titilinn endi 20-30 stigum á eftir meisturunum.
    
Ekki batnar þetta nú í boltanum - Tottenham kláraði það í gær að það verður enginn bikar í ár. Féllu út á 89 mín gegn Grimsby, sá hluta af leiknum og skildist að þeir hefðu bara átt þetta skilið. Þetta er nú meira hvernig þetta byrjar.
08:38   Blogger Árni Hr. 

Já maður verður bara sætta sig við það að fótboltinn er bara ónýtur, maður verður bara að fara að fylgjast með kvennaliði Vals í staðinn en þær eru komnar í 8 liða úrslit í Evrópukeppninni
14:58   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar