mánudagur, september 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin
Ágætis helgi að baki.
Það var afslöppun, matarboð (Jónas og Steinun komu í mat), lærdómur (Hraðlestrarnámskeiðið) og ráðstefna sem setti svip sinn á þessa helgina (eins og maður segir stundum). Fórum á ráðstefnu um ferðamál og þar hittum við m.a. Annie Griffiths Belt sem er heimsfrægur ljósmyndari og fastráðin hjá National Geographic. Ég hjálpaði henni aðeins með tölvuna hennar og fékk síðan emailið hennar, ætla að senda henni myndir og láta hana gera mig heimsfrægan. Stofnendur Lonely Planet voru þarna líka (hjón) en ég náði ekki að stalka þau því þau voru of vör um sig og gáfu ekki færi á sér. Eins spjallaði ég aðeins við varaforseta National Geographic Travel og gaf honum nokkrar myndir eftir mig og fékk nafn á tengilið hjá þeim til að senda inn portoflio (eins og maður segir í þessum bransa). Hann sagði reyndar að líkurnar á að komast að hjá þeim væru svipaðar og að synda yfir Atlantshafið þannig að ég er búinn að kaupa mér speedó og ætla að reyna það. Hann sagði: "Þegar ég er að velja ljósmyndara fyrir ákveðið verkefni, hvort á ég að velja Steve McCurry sem hefur verið hjá okkur í nokkur ár eða velja þig sem ert alveg óreyndur?". Steve McCurry er í vinnu hjá honum og hann er einn sá frægasti í dag og tók t.d. myndina af afgöngsku stelpunni með grænu augun sem flestir þekkja. Hann sagði mér reyndar að prófa að senda inn, hann væri bara að láta mig vita að þetta væri mjög erfiður bransi. Þegar ég var að tala við þetta fólk fannst mér soldið eins og ég væri lítill ljónsungi sem væri að fara að læra að veiða í fyrsta skipti og myndi byrja á því að ráðast á fíl og glefsa í fætur hans ... maður reyndar veit aldrei hverjir eru með akkillesarhæl ;-).
    
Maður segir víst ekki port-O-F-lio í neinum bransa ... :D
11:09   Blogger Burkni 

Þú hefur sennilega aldrei gert prentvillu?
11:11   Blogger Joi 

Hef oft gert prentvillur en sjaldan stundað bransatal :)
08:59   Blogger Burkni 

jeee bransi jeeeeee
10:35   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar