laugardagur, september 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Hlutverk
Ég er búinn að komast að því hvað mig langar til að vera að gera í lífinu eftir svona 10-15 ár starfslega séð. Ég myndi vilja vera ljósmyndari að atvinnu sem tekur að sér verkefni í öllum hornum heimsins, t.d. að fara á staði sem menn koma ekki oft á og festa fólk og menningu á skynjara (ekki verður það filma a.m.k.). Það er ekki mikill markaður fyrir svona starf en þó eru slatti af ljósmyndurum sem ferðast út um allt til að taka myndir fyrir tímarit, bækur o.s.frv. Það eru nú ekki miklar líkur á því að þetta verði að veruleika því ansi margir myndu vilja vinna við þetta svið.
Starfssvið númer tvö sem ég væri til í að vinna við er þróun á hugbúnaði fyrir ljósmyndamarkaðinn, þ.e. forrit sem vinnur með ljósmyndir. Dæmi um slíkt fyrirtæki er t.d. Pixmantec í DK o.flr. Spurning hvort það sé ekki meiri möguleiki á að vinna við þetta verksvið heldur en það fyrra? Það þriðja er að vinna við tímarit erlendis, þ.e. hugmyndavinnu, vinna við stefnumótun og annað sem kemur að útgáfu tímarits. Draumatímaritið væri náttúrlega National Geographic eða eitthvað slíkt sem felur í sér greinar og ljósmyndir (Playboy ;) ).
Öll störfin felast í sér að ferðast mikið erlendis eða búa erlendis og vinna hjá erlendu fyrirtæki því það er enginn markaður fyrir þessi störf hér á landi (ekkert spennandi tímarit hérna finnst mér sem ég væri til að vinna hjá).
Jæja, þetta eru svona pælingar hjá mér og ég veit ekki einu sinni hvort ég vill búa erlendis, kann andsk... vel við mig hérna þó að öllum sé holt að skipta um umhverfi.

Snemma í morgun fór ég á lengsta tippfundinn til þessa, var frá kl. 10 til 12 og eftir það kíkti ég á Súfistann á laugarvegi og fékk mér kaffi og kíkti í blöð og bók (Michael Phalin's Himalaya Adventure) og núna er ég að horfa á Wales-England á ZDF). Seinna í dag förum við síðan á landsleikinn og fáum okkur mat og smá bjór eftir hann.

Later dutes.
    
Ertu búinn að segja þeim frá þessu hjá AGR að þeir eru að fara að missa þig eitthvert út í lönd og er Sonja alveg sátt við þetta. Afhverju græðirðu ekki frekar bara ógeðslega mikið á hlutabréfunum sem þú átt og hættir svo að vinna og ferð bara að ferðast og taka myndir.
16:12   Blogger Hjörleifur 

Þetta eru nú bara pælingar og ég er ekkert að fara að gera neitt í þessu næstu árin nema að læra meira og taka myndir.
16:14   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar