laugardagur, september 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Mbl.is - Frétt - Nick Cave semur leikrit fyrir Vesturport
Vó, maður verður að redda sér miðum á frumsýninguna í Borgarleikhúsinu!

Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave hefur tekið að sér að semja þrjú samhangandi leikverk fyrir Vesturports-leikhópinn. Leikritin eiga að fjalla um rokkhljómsveit. Cave semur alla texta og tónlist í uppfærslu Gísla Arnar Garðarssonar á Woyzeck eftir Georg Buchner.

Leikritið er samstarfsverkefni Vesturports og Borgarleikhússins. Frumsýnt verður í Barbican Centre-leikhúsinu í London hinn 12. október n.k. Eftir 10 sýningar í London verður leikritið frumsýnt í Borgarleikhúsinu 28. október. Nick Cave verður viðstaddur.

Gísli Örn segir að upptökur tónlistarinnar í London hafi gengið mjög vel fyrir sig. "Ég verð að viðurkenna að þetta var dálítið sérstakt svona til að byrja með. Að vera þarna í stúdíói með Nick Cave og The Bad Seeds að taka upp sérsamin lög fyrir sýninguna! En við vorum búnir að forvinna þetta vel, svo það var nokkuð mikið á hreinu hverjum við stefndum að í upptökunum."

Sjá nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
    
sælir - tónlistin væri samt betri ef ég myndi sjá um að gera hana en ekki einhver óþekktur ástralskur trúbador - hip hop er mjög skemmtilegt og "liðugt" (e. flexible) tónlistarform skal ég segja þér...

annars er ég kominn með síðu, venur, cloudstepper.blogspot.com

endilega kíktu við,

johnny two times
15:55   Blogger jonas 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar