Námskeið 
Ég skráði mig í 6 vikna hraðlestrarnámskeið hjá hraðlestrarskólanum sem byrjar í næstu viku.  Ef þetta gengur vel á þetta að margfalda lestrarhraða og að a.m.k. jafn mikið sitji eftir af því sem maður er að lesa.  Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara í þetta er sú að það er það mikið sem mig langar til að lesa, bæði bækur og tímarit sem ég bara kemst ekki yfir og því líst mér ansi vel á þetta.  
|      | 
   
     
   
      
       
         Mér líst nú bara vel á þetta hjá þér - ef þetta skilar betri nýtingu á tíma, þ.e. meira magn á styttri tíma. All for it - bíð spenntur eftir niðurstöðum.  Getur þú ekki búið til línurit yfir hversu hratt þú lest núna og svo á vikufresti - tekur bara eina bls og lest yfir hana og þá sjáum við progressið. 
      
         10:54   Árni Hr.   
      
   
      
       
         Ég held að maður sé tímamældur í byrjun námskeiðs og ég skal birta niðurstöður þegar námskeiðinu lýkur.  Ég hef verið að reyna að lesa hraðar undanfarið og get lesið 100% hraðar en ég er vanur og því veit ég ekki alveg hvað ég á að segja með hver hraðinn er núna. 
      
         11:00   Joi   
      
   
      
       
         Getur þú ekki mælt hvað þú ert lengi að lesa 3 bls.  Síðan gerir þú það á vikufresti og þá sjáum við hvað þú ert að ná í árángri. 
      
         11:02   Árni Hr.   
      
   
      
       
         Jamm, ég skal gera tímamælingar á þessu þegar ég byrja. 
      
         11:05   Joi   
      
   
     |   
	 |