mánudagur, júlí 03, 2006
|
Skrifa ummæli
Fóbó og nörd
Tveir stórskemmtilegir leikir í gær á HM.
Rúna missti sig í Englands leiknum og ég held að það sé alveg eðlilegt að gefa rautt - a.m.k. tel ég alveg víst að hann hafi viljandi farið með löppina í andstæðinginn. Framkoma Ronaldo í leiknum var til skammar, hljóp 30 metra að dómaranum til að segja honum að gefa Rúnu rautt og ég sé ekki hvernig hann á afturkvæmt á Leikfang draumanna. Eftir leikinn spurðu blaðamenn hann hvort það væri eitthvað hæft í sögusögnum um að hann vildi fara til Real og hann sagði að þessar sögusagnir væru réttar. Ég er búinn a ð missa trú á drengnum því ég held að hann sé lélegur karakter að láta svona eftir að United er búið að standa með honum í gegnum erfiða tíma.

Frakkar unnu brassana í seinni leiknum og spiluðu alveg magnaðan leik og komu mér mjög á óvart. Spiluðu eins og heimsmeistarar og brassarnir áttu ekkert svar og gátu í raun ekkert á móti frökkunum. Ég hélt með brössum í byrjun leiks en snérist í leiknum því frakkarnir voru magnaðir. Maður leiksins Zidane sýndi hver er kóngurinn.

Ég spyr líka hvar er Pálmi - hann hefur nánast ekkert komið í HM hornið hjá okkur!

Ég nota IView til að halda utanum myndirnar mínar og í gær lenti ég í smá vandræðum með tiltölulega einfaldan hlut sem ég þurfti að gera í forritinu. Svo er mál með vexti að eldri myndirnar mínar heita svona nafni: _MG_4359.DNG, þar sem talan er teljandi númer. Það sem ég geri í dag þegar ég flyt myndirnar inn er að endurnefna þær þannig að heiti myndanna verði einkvæmt, þ.e. þessi teljari nær bara upp í 9999 og fer þá aftur á núll og þarsem það gefur bara 10000 möguleika og ég er með fleiri en eina mynd eru þessi nöfn ekki einkvæm. Ég nefni því myndirnar mínar með innlestrarforritinu í þetta form: YYYYMMDD_####_MMm.DNG þar sem 8 fyrstu stafirnir eru dagsetning á því þegar myndin var tekin, næstu fjórir er 4 stafa númerið sem er í gamla skráarheitinu og síðustu tveir stafirnir (MMm) módelið á vélinni (5D eða 20D). Þegar ég ætlaði síðan að nota innbyggða skráarnefnarann í iView var ekki hægt að taka hluta úr gamla nafninu og setja í nýtt heiti og því gat ég ekki notað hann og hefði þurft að nefna allar myndirnar í höndum (sennilega nokkur þúsund). Að endurnefna skrárnar í öðru forriti hefði ekki verið möguleiki því þá hefði iView ekki vitað lengur hvaða skrár þetta eru því forritið byggir á gagnagrunni og notar skráarnöfnin til að þekkja skrár. Ég fór þá að skoða aðrar leiðir og fann leið sem er ansi öflug og sýnir hvað iView er opið og gott forrit. Það sem ég gerði var að fara í Visual Studio 2005 C# sem er ókeypis þróunarumhverfi frá Microsoft og þar bjó ég til nýtt forrit og flutti þar inn iView COM hlut sem kemur þegar maður bætir við "reference" í forritið og þá hefur maður aðgang að iView og getur t.d. búið til hlut sem er virkur catalogue og keyrt á myndir sem eru núna valdar og breytt heitinu á þeim með því að skoða allskonar hluti inn í myndinni eins og t.d. dagsetningu, módel o.flr. Maður hefur í raun aðgang að öllum upplýsingum um myndirnar þarna inni, stjörnugjöf, flokkanir, upplýsingar um stillingar á vélinni o.s.frv., og getur því gert keyrslur sem eru mjög öflugar. Eftir að þetta forrit var tilbúið vel ég í iView þær myndir sem á að endurnefna og keyri forritið og það keyrir á myndirnar sem eru valdar og endurskýrir þær. Algjör snilld að geta gert þetta og mun þetta alveg örugglega nýtast líka í framtíðinni.

Til gaman set ég inn kótann sem gerir þetta fyrir þá sem hafa áhuga á því:

using System;
using System.Collections.Generic;
using System.Text;

namespace iView_rename
{
    class Program
    {
        static void Main(string[] args)
        {
            iView.Application app;
            iView.Catalog cat;

            app = new iView.Application();

            cat = app.ActiveCatalog;

            foreach (iView.MediaItem pic in cat.Selection)
            {
                if (pic.Name.Length == 12 &&
                    pic.DeviceInfo.CaptureDate != null &&
                    pic.DeviceInfo.CaptureDate > DateTime.Now.AddYears(-20))
                {
                    DateTime d = pic.DeviceInfo.CaptureDate;
                   
                    string name =
                        parseDate(d) +
                        "_" +
                        pic.Name.Substring(4, 4) +
                        "_" +
                        pic.DeviceInfo.Model.Substring(pic.DeviceInfo.Model.LastIndexOf(" ") + 1) +
                        pic.Name.Substring(pic.Name.IndexOf("."), 4);
                   
                    Console.WriteLine(pic.Name + " > " + name);

                    pic.Name = name;

                   
                }
                else
                {
                    Console.WriteLine(pic.Name + "   [Skipped]");
                }          
            }

            Console.ReadKey();
        }

        private static string parseDate(DateTime d)
        {
            return
                d.Year.ToString() +
                getMonth(d) +
                getDay(d);
        }

        private static string getMonth(DateTime d)
        {
            string ret = d.Month.ToString();

            if (ret.Length == 1)
                return "0" + ret;
            else
                return ret;
        }

        private static string getDay(DateTime d)
        {
            string ret = d.Day.ToString();

            if (ret.Length == 1)
                return "0" + ret;
            else
                return ret;
        }
    }
}



Þetta er í fyrsta skipti sem kóði er settur inn á þetta blogg en ég held að þetta sé það sem koma skal. Ef þetta mun ekki vekja upp þetta blogg þá gerir það ekkert!
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar