tónlist enn og aftur
Nú er nýjasti diskur The Raconteurs í tækinu hjá mér, þ.e. Broken boy Soldiers. Þetta er hliðarproject Jack White í White Stripes. Þetta er fantagóður diskur og mæli ég hiklaust með honum. Á disknum eru flottir slagarar auk svona góðs blúsrokks. Þetta er diskur sem venst einnig vel og verður skemmtilegri og skemmtilegri með hverri hlustun. Mæli með þessu eintaki - 4 af 5 stjörnum.
|